• Forsíða
  • Um okkur
  • Þjónusta
  • Farartækin
    • Ford Excursion Long 10 PAX
      • Ford Excursion 7 PAX
        • Ford Econoline 14 PAX
          • Nissan Patrol 6 PAX
            • VW Multivan 6 PAX
              • Bæklingur fyrir öll farartækin>
                • Lítill
                  • Stór
                • Hafðu samband

                Hugmyndir sem verða að veruleika

                Picture
                Anton Þorvar Guðmundsson Stofnandi og eigandi Fjallajeppa ehf
                Eftir að hafa ferðast á súperjeppum um hálendi Íslands endilangt um árabil, hóf Anton Þorvar Guðmundsson að fara með ferðamenn þangað árið 1995. Má segja að hann hafi varla komið neðan af hálendinu nema rétt til að skifta út ferðamönnunum í bílnum sínum síðan. Hin gífurlega þekking og reynsla sem Fjallajeppar hafa undir beltinu undir stjórn Antons allan þennan tíma hefur komið Fjalljeppum á kortið sem eitt af leiðandi súperjeppa fyrirtækjum landsins. Síðari ár hafa Fjallajeppar einnig annast heiltækar lausnir fyrir stærri og minni fyrirtæki, hvort sem um er að ræða litlar einkaferðir eða fyrir stór alþjóðleg fyrirtæki sem koma hér til lands. 

                Markmið Fjallajeppa er einbeitt og markviss þjónusta við ferðaskrifstofur. Hvort sem það er í undirbúningsvinnu og ráðgjöf eða framkvæmd þeirra hugmynda og ferða sem viðskiptavinurinn óskar. Reynsla, þekking og áreiðanleiki gerir okkur kleift að veita bestu þjónustuna. Þekking okkar á "hvað virkar" er ómetanleg þegar fara á ótroðnar slóðir.